Enski boltinn

Bellamy sagður á leið til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy í leik með West Ham.
Craig Bellamy í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið News of the World staðhæfir í dag að Craig Bellamy muni fara til Manchester City í næstu viku fyrir fjórtán milljónir punda.

Bellamy mun hafa stormað út af æfingu hjá West Ham á föstudaginn eftir að ljóst varð að félagið hefði hafnað bæði boðum City og Tottenham í hann.

West Ham leikur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og er Bellamy ekki í leikmannahópnum. Það virðist gefa til kynna að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Heimildamaður blaðsins segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu félagsins að selja Bellamy til Tottenham.

En Bellamy er sagður hafa verið það óánægður með stöðu mála sinna hjá West Ham að hann hafi farið í verkfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×