Erlent

Óttast mikið manntjón í aurskriðu í Noregi

Óli Tynes skrifar
Frá slysstað í Namsos.
Frá slysstað í Namsos.

Óttast er að fjölmargir hafi farist í aurskriðu í Namsos í Noregi í dag. Skriðan var mörghundruð metra breið og hreif að minnsta kosti með sér sex hús. Auk þess hafði fólk verið úti á göngu þegar skriðan féll.

Björgunarsveitir dríf nú að úr öllum áttum og meðal annars hafa margar þyrlur verið sendar á vettvang. Einnig er verið að flytja leitarhunda til bæjarins.

Namsos er lítill hafnarbær rétt norðan við Þrándheim. Íbúar eru aðeins nokkur þúsund talsins.

Nokkur húsanna sem lentu í skriðunni bárust með henni út í sjó. Sjónarvottur sagði í samtali við norska blaðið Aftenposten að hann sjái eitt hús sem hafi borist um hundrað metra frá landi. Það sé brotið í þrjá hluta og ekkert lífsmark þar að sjá.

Vegavinna stóð yfir þegar þetta gerðist og er talið hugsanlegt að sprengingar hafi hrundið skriðunni af stað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×