Íslenski boltinn

Hughes ekki búinn að gefast upp á Eto'o

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes, stjóri Manchester City.
Mark Hughes, stjóri Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki vera búinn að gefast upp á að fá Samuel Eto'o til liðs við félagið.

Börsungar hafa boðið Eto'o nýjan tveggja ára samning en umboðsmaður hans hefur sagt að Eto'o vilji klára sinn gamla samning við félagið. Eftir það gæti hann farið frítt frá félaginu.

City hefur boðið 25 milljónir punda í Eto'o sem fékk upphaflega þau skilaboð frá Pep Guardiola, stjóra Barcelona, að hann ætlaði sér ekki að nota Eto'o á næsta tímabili.

„Það virðist sem að upp sé komið ástand á milli félagsins og leikmannsins og getum við ekki blandað okkur í það. Við getum bara fylgst með og þurfum að tileinka okkur þolinmæði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×