Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Blika á Fylki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2009 18:15 Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Mynd/Stefán Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið. Kópavogsvöllur var blautur og þónokkuð rok. Þessar erfiðu aðstæður höfðu bersýnilega áhrif á leikinn, sérstaklega til að byrja með. Fylkismenn byrjuðu talsvert betur og voru mun meira ógnandi. Þeir áttu góða samleikskafla og voru nálægt því að skapa sér opin færi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn jafnaðist leikurinn hinsvegar út. Bæði lið reyndu mikið að notast við langskot sem markverðirnir áttu í nokkur skipti í smá vandræðum með enda völlurinn blautur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar tóku svo forystuna í þeim síðari. Arnar átti fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Péturssyni. Guðmundur náði þó ekki til knattarins en það skipti engu máli því hann flaug í hornið fjær. Spurningamerki má setja við markvörslu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Eftir þetta mark tóku Blikar öll völd á vellinum og voru líklegri til að bæta við en Fylkismenn að jafna. Gestirnir vildu þó fá vítaspyrnu þegar Andrés Már Jóhannesson féll í teignum en Garðar Örn Hinriksson spjaldaði Andrés fyrir leikaraskap. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og fékk síðan ansi mikið svigrúm frá dómaranum þrátt fyrir að brjóta af sér þónokkrum sinnum. Þetta vakti litla kátínu hjá Blikum á bekknum. En þeir grænklæddu héldu áfram að vera betri og hefðu vel getað bætt við marki. Guðmundur Pétursson var virkilega sprækur og skapaði mikla ógn í sífellu. Breiðablik vann mikilvægan 1-0 sigur og náði að lyfta sér aðeins frá botninum en ekki er hægt að segja annað en að sigur liðsins hafi verið fyllilega verðskuldaður. Breiðablik - Fylkir 1-0 1-0 Arnar Grétarsson (52.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 686 Dómari: Garðar Örn Hinriksson 6 Skot (á mark): 14-6 (6-4) Varin skot: Ingvar 4 - Ólafur 5 Hornspyrnur: 7-6 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 20-11 Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 Arnar Grétarsson 8* - Maður leiksins (84. Haukur Baldvinsson) Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 Guðmundur Pétursson 8Fylkir 4-4-2 Ólafur Þór Gunnarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 6 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (67. Arnar Þór Úlfarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Jóhann Þórhallsson 6 (57. Kjartan Andri Baldvinsson 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44 Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið. Kópavogsvöllur var blautur og þónokkuð rok. Þessar erfiðu aðstæður höfðu bersýnilega áhrif á leikinn, sérstaklega til að byrja með. Fylkismenn byrjuðu talsvert betur og voru mun meira ógnandi. Þeir áttu góða samleikskafla og voru nálægt því að skapa sér opin færi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn jafnaðist leikurinn hinsvegar út. Bæði lið reyndu mikið að notast við langskot sem markverðirnir áttu í nokkur skipti í smá vandræðum með enda völlurinn blautur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar tóku svo forystuna í þeim síðari. Arnar átti fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Péturssyni. Guðmundur náði þó ekki til knattarins en það skipti engu máli því hann flaug í hornið fjær. Spurningamerki má setja við markvörslu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Eftir þetta mark tóku Blikar öll völd á vellinum og voru líklegri til að bæta við en Fylkismenn að jafna. Gestirnir vildu þó fá vítaspyrnu þegar Andrés Már Jóhannesson féll í teignum en Garðar Örn Hinriksson spjaldaði Andrés fyrir leikaraskap. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og fékk síðan ansi mikið svigrúm frá dómaranum þrátt fyrir að brjóta af sér þónokkrum sinnum. Þetta vakti litla kátínu hjá Blikum á bekknum. En þeir grænklæddu héldu áfram að vera betri og hefðu vel getað bætt við marki. Guðmundur Pétursson var virkilega sprækur og skapaði mikla ógn í sífellu. Breiðablik vann mikilvægan 1-0 sigur og náði að lyfta sér aðeins frá botninum en ekki er hægt að segja annað en að sigur liðsins hafi verið fyllilega verðskuldaður. Breiðablik - Fylkir 1-0 1-0 Arnar Grétarsson (52.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 686 Dómari: Garðar Örn Hinriksson 6 Skot (á mark): 14-6 (6-4) Varin skot: Ingvar 4 - Ólafur 5 Hornspyrnur: 7-6 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 20-11 Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 Arnar Grétarsson 8* - Maður leiksins (84. Haukur Baldvinsson) Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 Guðmundur Pétursson 8Fylkir 4-4-2 Ólafur Þór Gunnarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 6 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (67. Arnar Þór Úlfarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Jóhann Þórhallsson 6 (57. Kjartan Andri Baldvinsson 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44 Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44
Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti