Enski boltinn

West Ham hafnaði öðru tilboði í Bellamy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy, leikmaður West Ham.
Craig Bellamy, leikmaður West Ham. Nordic Photos / Getty Images

West Ham hafnaði öðru tilboði frá Manchester City í Craig Bellamy samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar. Tilboðið mun hafa verið upp á níu milljónir punda.

Í síðustu viku staðfesti Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, að West Ham hafi hafnað sameiginlegu tilboði í þá Scott Parker og Bellamy.

Scott Duxbury, framkvæmdarstjóri West Ham, hefur ítrekað haldið því fram að félagið ætli sér ekki að selja sína bestu leikmenn í mánuðinum en félagaskiptaglugginn lokar fyrsta mánudaginn í febrúar.

West Ham er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×