Innlent

Fíkniefnaakstur víðsvegar um landið

Ökumenn á Suðurnesjum og Suðurlandi óku undir áhrifum kannabis.
Ökumenn á Suðurnesjum og Suðurlandi óku undir áhrifum kannabis.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn fólksbifreiða sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrri er grunaður um akstur undir áhrifum kannabisefna en farþegi í þeirri bifreið losaði sig við hvítt efni, ætlað amfetamín, á gólf bifreiðarinnar þegar hann varð var við lögreglu.

Seinni ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum amfetamíns, hann var réttindarlaus og hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Það var svo um klukkan þrjú í nótt sem sautján ára ökumaður var stöðvaður í Keflavík grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá hafði ekki öðlast ökuréttindi.

Þá stöðvaði lögreglan á Selfossi bifreið núna í morgun en ökumaður er grunaður um fíkniefnaakstur. Alls voru fjórir í bifreiðinni og fundust ætluð kannabisefni á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×