Innlent

Viljayfirlýsing um álver ekki framlengd

Iðnaðarráðherra kynnti Alcoa í morgun þá niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að viljayfirlýsing um álver við Húsavík verði ekki framlengd. Jafnframt kynnti ráðherra aðra hugmynd sem Alcoa hyggst skoða. Forstjóri Alcoa lýsir vonbrigðum en segir að fyrirtækið muni engu að síður halda áfram undirbúningsvinnu vegna álvers á Bakka.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, funduðu í iðnaðarráðuneytinu í morgun um viljayfirlýsingu um álver á Bakka en hún rennur út í næstu viku. Þar kynnti Katrín niðurstöðu ríkisstjórnarinnar fyrir Tómasi Má.

Tómas Már segir þetta ekki þýða að verkefnið um álver Alcoa á Bakka hafi verið slegið út af borðinu en vill heldur ekki leggja mat á það hvort líkur á því hafi minnkað. Þá vill hann ekki tjá sig nánar um hvað felst í tillögu iðnaðarráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna höfðu áður lýst yfir andstöðu sinni við endurnýjun viljayfirlýsingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×