Enski boltinn

Kranjcar til í að klára samninginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Niko Kranjcar, leikmaður Portsmouth.
Niko Kranjcar, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Niko Kranjcar segir að hann sé reiðubúinn að klára samning sinn við Portsmouth en viðræður um nýjan samning hafa gengið hægt.

Kranjcar á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur áður sagt að hann sé spenntur fyrir því að komast að hjá stærra félagi.

„Við höfum átt í viðræðum um nýjan samning en þeim hefur verið slegið á frest þar til í sumar," sagði Kranjcar. „Ég hefði ekkert á móti því að klára samninginn minn en ef ég mun ekki skrifa undir nýjan samning munu þeir sjálfsagt selja mig í sumar."

„Ef eitthvað af stóru félögunum fjórum í Englandi eða annað stórlið í Evrópu myndi hafa samband hefði ég mikinn áhuga á því að fara þangað og spila í Meistaradeildinni," sagði Kranjcar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×