Enski boltinn

Kranjcar lengi frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Niko Kranjcar í leik með Portsmouth.
Niko Kranjcar í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Ljóst er að Króatinn Nico Kranjcar verður lengi frá eftir að hann reif vöðva í nára.

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, sagði í samtali við enska fjölmiðla að útlitið væri ekki bjart þó hann hafi ekki sagt hversu lengi Kranjcar yrði frá nákvæmlega.

Kranjcar hefur aðeins verið tíu sinnum í byrjunarliði Portsmouth á leiktíðinni eftir að hann gekkst undir aðgerð á ökkla í upphafi tímabilsins.

Hann kom til félagsins frá Hajduk Split árið 2006 fyrir 3,5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×