Enski boltinn

McLeish neitar því að vera á eftir Shevchenko

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andreiy Shevchenko.
Andreiy Shevchenko. Nordic photos/AFP

Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur Carson Yeung, nýr eigandinn Birmingham, mikinn áhuga á að lokka framherjann Andriy Shevchenko aftur til Englands þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar.

Yeung og aðstoðarstjórnarformaðurinn Sammy Yu hafa verið að skrifa upp óskalista í samvinnu við knattspyrnustjórann Alex McLeish en Skotinn kom hins vegar af fjöllum þegar hann var spurður út í Shevchenko.

„Ég hef lesið þetta í blöðunum en veit ekkert meira um málið en það sem stendur þar. Sammy hefur í það minnsta ekki sagt mér neitt. Við stefnum hins vegar á að styrkja leikmannahópinn með nýjum leikmönnum við fyrsta tækifæri," segir McLeish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×