Nýr formaður SUS: Skilur gagnrýnisraddir varðandi leiguflug Breki Logason skrifar 28. september 2009 14:15 Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00