Fótbolti

Romario handtekinn - borgaði ekki meðlag með börnunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario í leik með Vasco da Gama.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario í leik með Vasco da Gama. Mynd/AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario er kominn í kast við lögin og var handtekinn í gær. Romario er þó ekki bendlaður við rán eða ofbeldi heldur hefur hann ekki sinnt sínum skyldum sem pabbi tveggja barna sinna.

Romario hefur nefnilega ekki borgað fyrri konu sinni, Monica Santoro, meðlag með tveimur barna þeirra. Romario, sem er orðinn 43 ára, átti tvö af sex börnum sínum með Monicu áður en þau skyldu árið 1995.



Börn þeirra Romario og Monicu eru hin 19 ára Moniquinha og hinn 15 ára Romarinho. Romario heldur fram sakleysi sínu og segist hafa borgað meðlagið. Hann lenti einnig í samskonar aðstöðu árið 2004 en gat þá sannað að hann hefði greitt meðlag með þessum tveimur börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×