Uppivöðsluseggir stöðva ekki þingstörf 21. janúar 2009 06:30 „Hér varð skipulögð aðför að þinghúsinu," sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, undir kvöld í gær þegar mótmælendum við húsið hafði snarfækkað frá því sem var fyrr um daginn. „Ég harma þetta og vona að til þessa þurfi ekki að koma aftur. Þingmönnum gengur ekki annað til en að vinna að þeim málum í þjóðarþágu." Þingmenn Vinstri grænna lögðu til að þingfundi yrði slitið enda töldu þeir hvorki efni né aðstæður til að halda fundinum áfram. Þingmál á dagskrá snertu ástandið í samfélaginu lítið sem ekkert. Sturla segir ekki hafa komið til greina að slíta fundi, allra síst á á forsendum VG. Ágæt mál hafi verið á dagskrá, meðal annars frumvarp Kristins H. Gunnarssonar um breytingar á stjórnskipunarlögum. „Ég taldi engar forsendur, þrátt fyrir ólæti fyrir utan hús, að stöðva framvinduna. Til hvers?" sagði Sturla. Átökin voru með þeim hætti að lögregla þurfti að beita piparúða, taka þurfti mótmælendur fasta, færa þá inn í þinghúsið og geyma þá í bílageymslu þinghússins. Á meðan heldur þingfundur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Gengur þetta? „Gengur það að ganga svona fram gagnvart þinginu, spyr ég. Ég svara því nei," segir Sturla. „Og við eigum ekki að láta fólk sem gengur með þessum hætti fram gagnvart þjóðþinginu að ráða för í samfélaginu. Við eigum auðvitað að hlusta á mótmælendur og við gerum það en við látum ekki stöðva störf löggjafarsamkomunnar vegna þess að uppivöðsluleggir láta öllum illum látum. Að sjálfsögðu hlustum við á þá sem mótmæla með eðlilegum hætti en ofbeldi á ekki að líðast í samfélaginu." Sturla segir alla verða að leggjast á eitt svo ró og friður skapist í samfélaginu. Verið sé að leita allra leiða til að ráða bug á vandanum og til þess þurfi frið. Ekki síst í þinghúsinu. „Alþingi, elsta löggjafarsamkoma veraldar, verður að halda reisn sinni og hafa frið til að vinna að lausn mála."- bþs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Hér varð skipulögð aðför að þinghúsinu," sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, undir kvöld í gær þegar mótmælendum við húsið hafði snarfækkað frá því sem var fyrr um daginn. „Ég harma þetta og vona að til þessa þurfi ekki að koma aftur. Þingmönnum gengur ekki annað til en að vinna að þeim málum í þjóðarþágu." Þingmenn Vinstri grænna lögðu til að þingfundi yrði slitið enda töldu þeir hvorki efni né aðstæður til að halda fundinum áfram. Þingmál á dagskrá snertu ástandið í samfélaginu lítið sem ekkert. Sturla segir ekki hafa komið til greina að slíta fundi, allra síst á á forsendum VG. Ágæt mál hafi verið á dagskrá, meðal annars frumvarp Kristins H. Gunnarssonar um breytingar á stjórnskipunarlögum. „Ég taldi engar forsendur, þrátt fyrir ólæti fyrir utan hús, að stöðva framvinduna. Til hvers?" sagði Sturla. Átökin voru með þeim hætti að lögregla þurfti að beita piparúða, taka þurfti mótmælendur fasta, færa þá inn í þinghúsið og geyma þá í bílageymslu þinghússins. Á meðan heldur þingfundur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Gengur þetta? „Gengur það að ganga svona fram gagnvart þinginu, spyr ég. Ég svara því nei," segir Sturla. „Og við eigum ekki að láta fólk sem gengur með þessum hætti fram gagnvart þjóðþinginu að ráða för í samfélaginu. Við eigum auðvitað að hlusta á mótmælendur og við gerum það en við látum ekki stöðva störf löggjafarsamkomunnar vegna þess að uppivöðsluleggir láta öllum illum látum. Að sjálfsögðu hlustum við á þá sem mótmæla með eðlilegum hætti en ofbeldi á ekki að líðast í samfélaginu." Sturla segir alla verða að leggjast á eitt svo ró og friður skapist í samfélaginu. Verið sé að leita allra leiða til að ráða bug á vandanum og til þess þurfi frið. Ekki síst í þinghúsinu. „Alþingi, elsta löggjafarsamkoma veraldar, verður að halda reisn sinni og hafa frið til að vinna að lausn mála."- bþs
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira