Fótbolti

Craig Levein verður ráðinn þjálfari Skota í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Levein verður næsti þjálfari skoska landsliðsins.
Craig Levein verður næsti þjálfari skoska landsliðsins. Mynd/GettyImages

Craig Levein verður í dag gerður að þjálfara skoska landsliðsins í fótbolta eftir fund hjá forseta og framkvæmdastjóra skosks knattspyrnusambandsins.

Craig Levein er 45 ára gamall og hefur verið stjóri hjá Dundee United frá árinu 2006. Levein tekur við af George Burley.

Levein hefur eytt síðustu dögum við að binda lausa hnúta hjá Dundee United þar sem hann var bæði stjóri sem og yfirmaður knattspyrnumála.

Það er talið líklegast að annaðhvort Jimmy Calderwood eða Billy Reid, stjóri Hamilton, taki við starfi Levein hjá Dundee United.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×