Yngri sonur IDOL-Sigga brotnaði niður 16. mars 2009 14:25 Sigurður datt úr keppni síðasta föstudag. Aðstandendur Idolsins sögðust harma þau mistök sem urðu þegar Sigurður M. Þorbergsson var óvart sagður vera í hópi þeirra sem kæmust áfram en ekki Gylfi eins og úrslitin urðu í raun og veru. Vísir hafði samband við Sigurð til að kanna hvernig hann hefur það eftir útreiðina síðasta föstudag. Þetta var ótrúleg útreið sem þú fékkst í Idol stjörnuleit á föstudaginn. Hvernig tilfinning var að fagna og fá síðan nokkrum sekúndum síðar fréttir um að um mistök var að ræða? „Þetta var auðvitað svolítið sjokk, hélt fyrst að um grín væri að ræða og trúði því ekki að svona mistök gætu átt sér stað, en svo hugsaði ég með mér að ég gæti nú ekkert í þessu gert og yrði nú að halda haus og láta ekki bugast," svarar Sigurður sallarólegur. En hvernig leið þér í annað og þriðja sinn... þegar valið fór fram milli þín og Stefáns og svo þín og Alexöndru og þú dast aftur út? „Í annað skiptið hélt ég aðeins í vonina þar sem ég hafði hingað til verið að fá góða dóma í keppninni." „Í fyrsta óperuþættinum var Jón mjög ánægður með mig, Selma sagðist í fyrsta skiptið þann daginn hafa horft afslöppuð á flutning keppanda, og Björn lýsti mér sem bandarískum tæknibarítón," segir Sigurður. „Svo ummæli Selmu og Björns um að þau mundu ekkert hver ég væri voru svolítið á skjön við það sem á undan hafði gengið. Svo þegar ellefta keppandanum var bætt inn vissi ég allan tímann að Alexandra færi áfram svo ég var ekkert að gera mér neinar vonir þar og var bara nokkuð slakur." „En þetta tók hinsvegar meira á syni mína, sem eru 9 og 5 ára, að sjá svona komið fram við pabba sinn, sá yngri brotnaði algjörlega niður og hágrét og sá eldri átti mjög erfitt og vill ekkert tala um þetta," segir Sigurður einlægur. Hefur þú fengið viðbrögð frá fjölskyldu, vinum og IDOL stjórnendum? „Já ég hef fengið mikið af viðbrögðum. Fullt af ókunnugu fólki hefur hringt og sent mér sms." „Meðal annars hringdi ókunnugur maður í mig í á laugardeginum og sagðist hafa þær upplýsingar frá fyrstu hendi að þetta hefði allt saman verið ákveðið fyrirfram einungis til þess að búa til sjónvarpsefni og vekja athygli á þættinum en ég held það sé nú ekki þannig heldur bara verið óheppileg mistök sem síðan undu uppá sig. Öll viðbrögðin hafa verið jákvæð í minn garð. En aftur á móti ekki í garð annara," segir Sigurður. Hvað er framundan hjá þér? „Það er nóg framundan hjá mér. Við eigum von á okkar þriðja barni í sumar svo það er mikil gleði og tilhlökkun á heimilinu. Ég held áfram mínu striki, það er nóg að gera í vinnunni og ég er mikið að spila við hin ýmsu tækifæri, í brúðkaupum og veislum og fleira." Viltu segja eitthvað að lokum við fólkið sem er reitt fyrir þína hönd? „Ég vil fyrst og fremst þakka öllum þeim sem kusu mig þeim sem látið hafa viðbrögð sín í ljós bæði í bloggheimum og eins í útvarpinu í morgun. Ég finn fyrir miklum stuðningi." Sigurður verður gestur í Ísland í dag strax að loknum fréttum í kvöld. Idolsíðan. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Aðstandendur Idolsins sögðust harma þau mistök sem urðu þegar Sigurður M. Þorbergsson var óvart sagður vera í hópi þeirra sem kæmust áfram en ekki Gylfi eins og úrslitin urðu í raun og veru. Vísir hafði samband við Sigurð til að kanna hvernig hann hefur það eftir útreiðina síðasta föstudag. Þetta var ótrúleg útreið sem þú fékkst í Idol stjörnuleit á föstudaginn. Hvernig tilfinning var að fagna og fá síðan nokkrum sekúndum síðar fréttir um að um mistök var að ræða? „Þetta var auðvitað svolítið sjokk, hélt fyrst að um grín væri að ræða og trúði því ekki að svona mistök gætu átt sér stað, en svo hugsaði ég með mér að ég gæti nú ekkert í þessu gert og yrði nú að halda haus og láta ekki bugast," svarar Sigurður sallarólegur. En hvernig leið þér í annað og þriðja sinn... þegar valið fór fram milli þín og Stefáns og svo þín og Alexöndru og þú dast aftur út? „Í annað skiptið hélt ég aðeins í vonina þar sem ég hafði hingað til verið að fá góða dóma í keppninni." „Í fyrsta óperuþættinum var Jón mjög ánægður með mig, Selma sagðist í fyrsta skiptið þann daginn hafa horft afslöppuð á flutning keppanda, og Björn lýsti mér sem bandarískum tæknibarítón," segir Sigurður. „Svo ummæli Selmu og Björns um að þau mundu ekkert hver ég væri voru svolítið á skjön við það sem á undan hafði gengið. Svo þegar ellefta keppandanum var bætt inn vissi ég allan tímann að Alexandra færi áfram svo ég var ekkert að gera mér neinar vonir þar og var bara nokkuð slakur." „En þetta tók hinsvegar meira á syni mína, sem eru 9 og 5 ára, að sjá svona komið fram við pabba sinn, sá yngri brotnaði algjörlega niður og hágrét og sá eldri átti mjög erfitt og vill ekkert tala um þetta," segir Sigurður einlægur. Hefur þú fengið viðbrögð frá fjölskyldu, vinum og IDOL stjórnendum? „Já ég hef fengið mikið af viðbrögðum. Fullt af ókunnugu fólki hefur hringt og sent mér sms." „Meðal annars hringdi ókunnugur maður í mig í á laugardeginum og sagðist hafa þær upplýsingar frá fyrstu hendi að þetta hefði allt saman verið ákveðið fyrirfram einungis til þess að búa til sjónvarpsefni og vekja athygli á þættinum en ég held það sé nú ekki þannig heldur bara verið óheppileg mistök sem síðan undu uppá sig. Öll viðbrögðin hafa verið jákvæð í minn garð. En aftur á móti ekki í garð annara," segir Sigurður. Hvað er framundan hjá þér? „Það er nóg framundan hjá mér. Við eigum von á okkar þriðja barni í sumar svo það er mikil gleði og tilhlökkun á heimilinu. Ég held áfram mínu striki, það er nóg að gera í vinnunni og ég er mikið að spila við hin ýmsu tækifæri, í brúðkaupum og veislum og fleira." Viltu segja eitthvað að lokum við fólkið sem er reitt fyrir þína hönd? „Ég vil fyrst og fremst þakka öllum þeim sem kusu mig þeim sem látið hafa viðbrögð sín í ljós bæði í bloggheimum og eins í útvarpinu í morgun. Ég finn fyrir miklum stuðningi." Sigurður verður gestur í Ísland í dag strax að loknum fréttum í kvöld. Idolsíðan.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira