Innlent

Segir Vilhjálm Bjarnason ljúga

Guðmundur Hauksson.
Guðmundur Hauksson.

Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, segir Vilhjálm Bjarnason hafa sagt ósatt þegar hann sagði að fólk tengt Guðmundi hefði selt stofnfjárhluti sumarið 2007.

Vilhjálmur fullyrti svo á Vísi í gær.

Guðmundur staðhæfir einnig að stjórnendur sparisjóðsins hafi ekki búið yfir upplýsingum sem áhrif hefðu getað haft á stofnfjárverðið í júlí 2007. Hann vitnar til bréfs saksóknara efnahagsbrotadeildar, sent Samtökum fjárfesta í júní 2008.

Vilhjálmur er formaður þeirra.

Þar kemur fram að ekki teljist tilefni til að rannsaka grun um innherjaupplýsingar vegna viðskiptanna sumarið 2007.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×