Enski boltinn

Ellefu kærðir í máli Sol Campbell

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth.
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Ellefu manns, á aldrinum þrettán til 54 ára, hafa verið kærðir fyrir að syngja niðrandi söngva um Sol Campbell, leikmann Portsmouth.

Campbell fór frá Tottenham til Arsenal á sínum tíma við litla hrifningu stuðningsmanna fyrrnefnda liðsins. Nú leikur hann með Portsmouth og þegar liðið tók á móti Tottenham í október mátti Campbell þola miður skemmtilega framkomu nokkurra stuðningsmanna þess.

Þeim kærðu er gefið að sök að hafa sungið niðrandi söngva um Campbell sem bæði þykja lýsa hommafælni og kynþáttahatri.

Lögreglan í Hampshire tilkynnti í dag að þessir ellefu einstaklingar hafa verið kærðir en óneitanlega vekur athygli að sá yngsti í þeim hópi er ekki nema þrettán ára gamall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×