Enski boltinn

Kinnear gagnrýnir forvera sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Joe Kinnear gagnrýndi í gær bæði Kevin Keegan og Sam Allardyce, fyrrum stjóra Newcastle, eftir að sínir menn töpuðu fyrir Blackburn, 3-0. Allardyce er einmitt nú knattspyrnustjóri Blackburn.

Kinnear tók við starfi knattspyrnustjóra hjá Newcastle af Kevin Keegan í september síðastliðnum og hefur síðan þá reynt að rétta skútuna af.

„Þetta er ástand sem ég erfði," sagði Kinnear eftir leikinn. „Þetta eru ekki mínir leikmenn og virðist sem að allir hafi gleymt því."

„En stærsta vandamálið okkar er að okkur skortir breidd. Af hverju var ekki tekið á því þegar að Keegan eða Allardyce voru við stjórnvölinn."

„Fólk virðist halda að málin reddist en ég held ekki. Við þurfum að gera eitthvað í þessu. Við þurfum að styrkja hópinn og hefur Mike Ashley (eigandi) sagst vera opinn fyrir því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×