Enski boltinn

City spurðist fyrir um David Villa

AFP

Varaforseti spænska knattspyrnufélagsins Valencia hefur staðfest að félagið hafi átt í viðræðum við Manchester City vegna áhuga enska félagsins á framherjanum David Villa.

Valencia á í miklum rekstrarerfiðleikum eins og fleiri spænsk lið og svörtustu fregnir herma að félagið sé á leið í þrot nema það losi sig við stærstu stjörnur sínar á borð við nafnana David Villa og David Silva.

"Manchester City setti sig í samband út af Villa en gerði ekki formlegt tilboð. Forsetinn lagði fram upphæð sem hann vildi fá fyrir leikmanninn, en fékk litlar undirtektir. Villa og Silva eru báðir mikilvægir og sterkir leikmenn og verða ekki seldir ódýrt. Ég vil halda þeim báðum í herbúðum liðsins en þó er ekki útilokað að þeir fari frá félaginu næsta sumar," er haft eftir varaforsetanum í frétt í Daily Mail þar sem vitnað er í útvarpsviðtal á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×