Enski boltinn

Martins á leið í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Obafemi Martins í leik með Newcastle.
Obafemi Martins í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Obafemi Martins verður frá næstu vikurnar þar sem hann er á leið í kviðslitsaðgerð í Þýskalandi á mánudag.

Búist er við því að Martins verði frá næstu vikurnar vegna þessa en hann meiddist í leik Newcastle og Portsmouth í síðasta mánuði.

Einn fulltrúa Martins mun hafa látið hafa eftir sér að læknalið Newcastle hafi ekki greint meiðslin nægilega fljótt.

„Ég vil að það komi skýrt fram að ég hef aldrei gagnrýnt læknaliðið hjá Newcastle. Þeir hafa allir staðið sig mjög vel. Ég mun nú einbeita mér að því að ná mér góðum af meiðslunum svo ég geti byrjað að spila aftur sem allra fyrst," sagði Martins.

Martins er einn átta leikmanna Newcastle sem eru á sjúkralista félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×