Íslenski boltinn

Arnar afsalaði sér fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Grétarsson, fyrrum fyrirliði Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, fyrrum fyrirliði Breiðabliks. Mynd/Vilhelm

Arnar Grétarsson er hættur sem fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni en það gerði Arnar þar sem hann er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Kári Ársælsson hefur tekið við fyrirliðabandinu og var fyrirliði í sigrinum á Þrótti í gær.

„Strákarnir líta á Arnar sem fyrirliða hvort sem hann er með bandið eða ekki. Nú erum við bara komnir með annan sem er með bandið og hann er feykilega öflugur leiðtogi í hópnum," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, aðspurður um breytinguna á fyrirliða liðsins.

„Það samræmist að mínu mati ekki alveg að vera bæði fyrirliði og aðstoðarþjálfari og Arnar talaði um það sjálfur. Það var ekki nein dramatík í því," sagði Ólafur.

Ólafur var sáttur með nýja fyrirliðann í frysta leiknum. „Kári og Guðmann voru báðir öflugir og ég var mjög ánægður með þeirra leik. Kári skilaði ábyrgðinni og hlutverkinu vel fannst mér," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×