FME vildi fjölmiðlafólk fyrir dómstóla 11. september 2009 06:00 Fámennt Fremur fámennt var á ráðstefnu um bankaleynd sem fram fór í Háskóla Íslands í gær, þrátt fyrir að málefnið sé fólki hugleikið eftir bankahrunið. Fréttablaðið/GVA Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kom fram í máli Árnýjar J. Guðmundsdóttur, lögfræðings á lánasviði FME, á ráðstefnu um bankaleynd í Háskóla Íslands í gær. Sérstakur ríkissaksóknari vegna bankahrunsins vísaði í vikunni frá málum sex fjölmiðlamanna sem FME vísaði til hans. Taldi hann bankaleynd ekki eiga við þar sem hún hefði þegar verið rofin þegar einhver afhenti fjölmiðlunum upplýsingarnar. Því hefði ekki verið hægt að saka fjölmiðlamennina um að rjúfa leynd sem þegar hefði verið rofin. Skilningur FME á lögum um bankaleynd er annar, sagði Árný. Eftirlitið teldi að trúnaðurinn ætti að fylgja gögnunum, sama hver fengi þau í hendur og hvernig. Það hefði einnig verið túlkun einstaklings sem hefði tekið þátt í að skrifa lögin, sem eftirlitið hefði ráðfært sig við. Heppilegra hefði verið að láta dómstólum eftir að skera úr um þetta álitamál, enda væri þá hægt að fjalla um almannahagsmuni af birtingu slíkra gagna, sem sérstakur ríkissaksóknari hefði ekki gert, sagði Árný. Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, blandaði sér í umræður um málið á ráðstefnunni í gær, og sagðist ekki túlka ákvörðun saksóknarans þannig að fjölmiðlar gætu nú birt hvaða upplýsingar sem er. Persónuverndarsjónarmið ætti enn við. Því yrði fjölmiðlafólk að fara varlega þegar ákveðið væri hvað ætti að birta og hvað ekki. Ríkir almannahagsmunir yrðu að liggja við til að réttlætanlegt væri að birta trúnaðargögn. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði það ekki réttu leiðina til að tryggja bankaleynd að kæra fjölmiðlafólk. Fyrirtæki sem hefði eitthvað óeðlilegt að fela ætti ekki að geta skýlt sér bak við bankaleyndina. Unnið er að breytingum á lögum um fjármálamarkaðinn, bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins, sagði Gylfi. Sú vinna væri þegar langt komin. brjann@frettabladid.is Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kom fram í máli Árnýjar J. Guðmundsdóttur, lögfræðings á lánasviði FME, á ráðstefnu um bankaleynd í Háskóla Íslands í gær. Sérstakur ríkissaksóknari vegna bankahrunsins vísaði í vikunni frá málum sex fjölmiðlamanna sem FME vísaði til hans. Taldi hann bankaleynd ekki eiga við þar sem hún hefði þegar verið rofin þegar einhver afhenti fjölmiðlunum upplýsingarnar. Því hefði ekki verið hægt að saka fjölmiðlamennina um að rjúfa leynd sem þegar hefði verið rofin. Skilningur FME á lögum um bankaleynd er annar, sagði Árný. Eftirlitið teldi að trúnaðurinn ætti að fylgja gögnunum, sama hver fengi þau í hendur og hvernig. Það hefði einnig verið túlkun einstaklings sem hefði tekið þátt í að skrifa lögin, sem eftirlitið hefði ráðfært sig við. Heppilegra hefði verið að láta dómstólum eftir að skera úr um þetta álitamál, enda væri þá hægt að fjalla um almannahagsmuni af birtingu slíkra gagna, sem sérstakur ríkissaksóknari hefði ekki gert, sagði Árný. Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, blandaði sér í umræður um málið á ráðstefnunni í gær, og sagðist ekki túlka ákvörðun saksóknarans þannig að fjölmiðlar gætu nú birt hvaða upplýsingar sem er. Persónuverndarsjónarmið ætti enn við. Því yrði fjölmiðlafólk að fara varlega þegar ákveðið væri hvað ætti að birta og hvað ekki. Ríkir almannahagsmunir yrðu að liggja við til að réttlætanlegt væri að birta trúnaðargögn. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði það ekki réttu leiðina til að tryggja bankaleynd að kæra fjölmiðlafólk. Fyrirtæki sem hefði eitthvað óeðlilegt að fela ætti ekki að geta skýlt sér bak við bankaleyndina. Unnið er að breytingum á lögum um fjármálamarkaðinn, bæði hér á landi og innan Evrópusambandsins, sagði Gylfi. Sú vinna væri þegar langt komin. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira