Erlent

Merkel boðar hertari skotvopnalög

Angela Merkel
Angela Merkel

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stjórnvöld hafi strangara eftirlit með vopnaeign landsmanna eftir harmleikinn í bænum Winnenden, en þegar 17 ára drengur banaði fimmtán manns auk sjálfs sín í skotæði í skólanum sem hann gekk áður í. Drengurinn notaði byssu föður síns sem hann hafði fundið í svefnherbergi hans.

Vopnalög Þýskalands voru hert árið 2002 eftir hliðstæða skotárás nema í skóla í borginni Erfurt, en Merkel segist nú vera hlynnt því að yfirvöld skipuleggi fyrirvaralausar heimsóknir til byssueigenda til að ganga úr skugga um að vopn þeirra séu tryggilega geymd. - ag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×