Íslenski boltinn

Haukar unnu HK í toppslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Haukar unnu í kvöld afar mikilvægan sigur í toppbaráttu 1. deildar karla er liðið vann HK, 2-0, á útivelli.

Garðar Ingvar Geirsson var hetja Haukamanna í kvöld en hann skoraði bæði mörk liðsins, það fyrra á 72. mínútu og hitt ellefu mínútum síðar.

Fyrir vikið eru Haukar nú í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan HK, þegar hvort lið á tvo leiki eftir á tímabilinu og því sex stig eftir í pottinum.

Selfoss er í efsta sæti deildarinnar og þarf aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni. Liðið á þrjá leiki eftir og þyrfti því stórslys til að liðið spili ekki í efstu deild á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×