Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika Elvar Geir Magnússon skrifar 20. júlí 2009 22:05 Sindri Snær Jensson, markvörður Þróttar, hélt hreinu í kvöld. Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið. Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur. Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars. En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng. Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.Þróttur - Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.) 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.) 3-0 Morten Smidt (55.) 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.) Skot (á mark): 13-12 (9-5) Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4 Horn: 3-10 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-11 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Þróttur 4-5-1 Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 8 Kristján Ómar Björnsson 6 Hallur Hallsson 7 Magnús Már Lúðvíksson 6 (80. Oddur Ingi Guðmundsson -) Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksinsSam Malson 6 (70. Andrés Vilhjálmsson 6) Haukur Páll Sigurðsson 8 Morten Smidt 7 (80. Oddur Björnsson -)Breiðablik 4-3-3 Sigmar Ingi Sigurðarson 3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 3 (57. Guðmundur Pétursson 6) Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 4 Andri Yeoman 5 Finnur Orri Margeirsson 3 Arnar Grétarsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 5 (82. Guðmann Þórisson -) Alfreð Finnbogason 3 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið. Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur. Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars. En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng. Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.Þróttur - Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.) 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.) 3-0 Morten Smidt (55.) 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.) Skot (á mark): 13-12 (9-5) Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4 Horn: 3-10 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-11 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Þróttur 4-5-1 Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 8 Kristján Ómar Björnsson 6 Hallur Hallsson 7 Magnús Már Lúðvíksson 6 (80. Oddur Ingi Guðmundsson -) Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksinsSam Malson 6 (70. Andrés Vilhjálmsson 6) Haukur Páll Sigurðsson 8 Morten Smidt 7 (80. Oddur Björnsson -)Breiðablik 4-3-3 Sigmar Ingi Sigurðarson 3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 3 (57. Guðmundur Pétursson 6) Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 4 Andri Yeoman 5 Finnur Orri Margeirsson 3 Arnar Grétarsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 5 (82. Guðmann Þórisson -) Alfreð Finnbogason 3 (68. Guðmundur Kristjánsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira