Íslenski boltinn

Þróttarar bæta við sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar.

Þróttarar sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar hafa fengið tvo serbneska leikmenn úr röðum Njarðvíkinga. Það eru varnarmaðurinn Dusan Ivkovic og miðjumaðurinn Milos Tanasic.

Báðir eru þeir komnir með leikheimild og því löglegir í kvöld þegar Þróttur tekur á móti Breiðabliki. Enski sóknarmaðurinn Sam Malsom sem kemur frá B36 í Færeyjum er einnig orðinn löglegur fyrir kvöldið.

Ivkovic hefur leikið hér á landi undanfarin fjögur ár. Hann var einn besti leikmaður KS/Leifturs 2006 og 2007 og í fyrra var hann síðan valinn í lið ársins í 1. deild þegar hann lék með Selfossi.

Milos Tanasic er 21. árs og er sonur Marko Tanasic, þjálfara Njarðvíkur. Hann hefur skorað tvö mörk í níu leikjum í 2. deildinni í sumar en Njarðvík situr þar í þriðja sæti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×