Íslenski boltinn

Reynir Leósson: Refsuðum þeim ekki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Reynir Leósson vildi fá meir en ekki neitt í kvöld
Reynir Leósson vildi fá meir en ekki neitt í kvöld Mynd/Vilhelm

Reynir Leósson varnarmaður Vals var að vonum svekktur í leikslok með að fá ekkert út úr leiknum gegn Fylki í kvöld.

"Mér fannst við spila nokkuð vel og vera þéttir. Við héldum þeim vel í skefjum og fyrir utan þegar ég bjarga á línu í fyrri hálfleik þá fannst mér við vera með þá. Við erum tvisvar einn á móti markmanni og Fjalar ver einu sinni glæsilega en mér finnst boltinn þá vera nálægt því að vera inni. Svo fá þeir ódýrt víti," sagði Reynir

"Þetta var leikur í járnum. Þeir höfðu þetta með sér í dag. Við gerðum ein mistök og þeir refsuðu okkur fyrir þau en við refsuðum þeim ekki fyrir þeirra mistök. Þeir berjast vel og eru hörkulið. Við verðum að klára okkar færi. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur."

"Við erum að vinna í að breyta leikstílnum okkar og það tekur tíma. Við erum að fá fleiri en við vorum að fá og spilið gengur vel en þetta var leikur í járnum og þeir börðust fyrir þessum sigri en ég veit ekki hvort hann var sanngjarn eða ekki," sagði Reynir að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×