Erlent

Seinheppinn siglingakappi

Bátur Cam á hvolfi undan strönd Argentínu.
Bátur Cam á hvolfi undan strönd Argentínu. MYND/Vendee Globe
Hann er heldur óheppinn, fransmaðurinn Jean Le Cam sem nú siglir kringum hnöttinn í Vendee Globe siglingakeppninni. Landi mannsins, Vincent Riou sem einnig tekur þátt í keppninni, bjargaði honum fyrr í vikunni eftir að skútu hans hvolfdi í stórsjó út af suðurströnd Argentínu.

Félagarnir skildu skútu Cam eftir og héldu keppninni svo áfram.

Ekki liðu nema 36 tímar áður en bjarga þurfti félögunum aftur, í þetta sinn vegna þess að mastur á skútu Riou brotnaði og vélin gaf sig. Sjóher Argentínu sótti mennina og kom þeim og skútunni til hafnar í Puerto Williams.

Fyrr í keppninni þurfti Áströlsk freygáta að bjarga Le Cam. Það var í Indlandshafi í síðasta mánuði, þegar hann fótbraut sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×