Innlent

Utanríkisráðuneytið varar við ferðum til Mexíkó

Utanríkisráðherra. Hans fólk í ráðuneytinu ráðleggur fólki að fara ekki til Mexíkó.
Utanríkisráðherra. Hans fólk í ráðuneytinu ráðleggur fólki að fara ekki til Mexíkó.
Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til vegna svínainflúensu (H1N1), sem komið hefur upp þar í landi og smitast manna á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Íslendingum í Mexíkó er ráðlagt að fylgja leiðbeiningum mexíkóskra stjórnvalda um viðbrögð og forvarnir gegn svínainflúensunni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Sóttvarnalæknis og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Utanríkisráðuneytið mun áfram fylgjast grannt með framvindu mála.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×