Íslenski boltinn

Maður lærir af fortíðinni, maður lifir ekki í henni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. Mynd/Vilhelm

Willum Þór Þórsson hætti í dag sem þjálfari Vals í Pepsi-deild karla en hann hafði stýrt liðinu við góðan orðstír frá haustinu 2004.

„Ég sé ekki eftir neinu og fer héðan af Hlíðarenda með fullt, fullt af góðum minningum. Ég sagði það líka við strákana áðan inni í klefa, að maður lærir af fortíðinni, maður lifir ekki í henni," segir Willum Þór sem kvaddi fyrrum samstarfsmenn sína og leikmenn Vals á Vodafonevellinum í dag.

Willum Þór ætlar að flýta sér hægt við að taka ákvörðun um næsta skref sitt í þjálfuninni.

„Ég set fjölskylduna á toppinn. Það er alveg á hreinu. Ég er með stóra fjölskyldu og einn nýfæddann og þau verða í forgangi hjá mér," segir Willum Þór.

Lengra viðtal við Willum Þór birtist í Fréttablaðinu á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×