Rekstur RÚV á áætlun 30. apríl 2009 12:20 Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Mynd/GVA Ríkisútvarpið tapaði 365 milljónum króna á sex mánaða tímabili frá byrjun september til loka febrúarmánaðar síðastliðins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem birtur var í dag. Aukinn fjármagnskostnaður skýrir tapið segir útvarpsstjóri. Hann segir rekstur RÚV vera á áætlun. Niðurstöðurnar samsvara því að Ríkisútvarpið hafi tapað að meðaltali tveimur milljónum króna á hverjum degi frá byrjun september á síðasta ári til loka febrúarmánaðar síðastliðins. Þá kemur fram í árshlutareikningi að bókfært eigið fé í lok reikningsársins hafi verið neikvætt um 336 milljónir króna. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir tapið skýrast fyrst og fremst af auknum fjármagnskostnaði. „Skýringin á þessu tapi liggur svo gott sem alfarið í fjármagnskostnaði sem jókst langt umfram áætlanir vegna verðbólgunnar og þróunar í genginu eins og flest fyrirtæki á Íslandi hafa verið að ganga í gegnum. Reksturinn sjálfur er hins vegar nákvæmlega á áætlun," segir Páll. Tíu helstu stjórnendur Ríkisútvarpsins fengu rúmlega 50 milljónir króna í laun og þóknanir á tímabilinu en þar af fékk útvarpsstjóri rúmar níu milljónir. Þetta jafngildir því að stjórnendur fái að meðaltali um 780 þúsund krónu í laun á mánuði og útvarpsstjóri um eina og hálfa milljón. Til samanburðar má nefna að mánaðarlaun ráðherra eru 855 þúsund krónur. Alls greiddi ríkisútvarpið um 817 milljónir króna í laun og launatengd gjöld á tímabilinu til rúmlega 300 starfsmanna. Laun stjórnenda og starfsmanna voru lækkuð um síðustu áramót og Páll gerir ekki ráð fyrir frekari launalækkunum. „Þá var farið hér inn og allir starfsmenn sem eru með hærri heildarlaun enn 300 þúsund tóku á sig launaskerðingu sem var stighækkandi eftir því sem launin voru hærri," segir Páll. Tengdar fréttir RUV tapar 60 milljónum á mánuði Tap RUV ohf. nam rúmlega 365 milljónum kr. á tímabilinu frá 1. september í fyrra og fram til loka febrúar í ár samkvæmt árshlutareikningi félagsins. Þetta samsvarar því að RUV hafi tapað rúmum 60 milljónum kr. á hverjum mánuði tímabilsins. 30. apríl 2009 09:46 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Ríkisútvarpið tapaði 365 milljónum króna á sex mánaða tímabili frá byrjun september til loka febrúarmánaðar síðastliðins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem birtur var í dag. Aukinn fjármagnskostnaður skýrir tapið segir útvarpsstjóri. Hann segir rekstur RÚV vera á áætlun. Niðurstöðurnar samsvara því að Ríkisútvarpið hafi tapað að meðaltali tveimur milljónum króna á hverjum degi frá byrjun september á síðasta ári til loka febrúarmánaðar síðastliðins. Þá kemur fram í árshlutareikningi að bókfært eigið fé í lok reikningsársins hafi verið neikvætt um 336 milljónir króna. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir tapið skýrast fyrst og fremst af auknum fjármagnskostnaði. „Skýringin á þessu tapi liggur svo gott sem alfarið í fjármagnskostnaði sem jókst langt umfram áætlanir vegna verðbólgunnar og þróunar í genginu eins og flest fyrirtæki á Íslandi hafa verið að ganga í gegnum. Reksturinn sjálfur er hins vegar nákvæmlega á áætlun," segir Páll. Tíu helstu stjórnendur Ríkisútvarpsins fengu rúmlega 50 milljónir króna í laun og þóknanir á tímabilinu en þar af fékk útvarpsstjóri rúmar níu milljónir. Þetta jafngildir því að stjórnendur fái að meðaltali um 780 þúsund krónu í laun á mánuði og útvarpsstjóri um eina og hálfa milljón. Til samanburðar má nefna að mánaðarlaun ráðherra eru 855 þúsund krónur. Alls greiddi ríkisútvarpið um 817 milljónir króna í laun og launatengd gjöld á tímabilinu til rúmlega 300 starfsmanna. Laun stjórnenda og starfsmanna voru lækkuð um síðustu áramót og Páll gerir ekki ráð fyrir frekari launalækkunum. „Þá var farið hér inn og allir starfsmenn sem eru með hærri heildarlaun enn 300 þúsund tóku á sig launaskerðingu sem var stighækkandi eftir því sem launin voru hærri," segir Páll.
Tengdar fréttir RUV tapar 60 milljónum á mánuði Tap RUV ohf. nam rúmlega 365 milljónum kr. á tímabilinu frá 1. september í fyrra og fram til loka febrúar í ár samkvæmt árshlutareikningi félagsins. Þetta samsvarar því að RUV hafi tapað rúmum 60 milljónum kr. á hverjum mánuði tímabilsins. 30. apríl 2009 09:46 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
RUV tapar 60 milljónum á mánuði Tap RUV ohf. nam rúmlega 365 milljónum kr. á tímabilinu frá 1. september í fyrra og fram til loka febrúar í ár samkvæmt árshlutareikningi félagsins. Þetta samsvarar því að RUV hafi tapað rúmum 60 milljónum kr. á hverjum mánuði tímabilsins. 30. apríl 2009 09:46