Innlent

Hraðbankaþjófar handteknir

Mennirnir fjórir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að og lýsti eftir vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota í hraðbanka og verslanir undanfarna daga voru handteknir í gær. Þrír mannanna voru handteknir í Leifsstöð þegar einn þeirra var á leið úr landi og sá fjórði gaf sig fram við lögreglu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir.

Einn mannanna verður færður í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem krafist verður farbanns á hann vegna rannsóknar lögreglunnar á Selfossi á innbroti í hraðbanka í Hveragerði fyrir skömmu. Ekki er útilokað að fleiri kunni að verða handteknir á næstunni vegna þessa.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að verði því boðið til kaups af ókunnugum t.d. nýjar snyrtivörur og skartgripi að tilkynna slíkt hiklaust til lögreglu í síma 444 1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×