Innlent

Bátur rann af vagni

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki vildi betur til en svo, þegar menn voru að sjósetja bát á Kjalarnesi í gærkvöldi, að hann rann svo hressilega af vagninum að þeir misstu tök á honum og hann tók að reka á haf út. Haft var samband við björgunarsveitina á Akranesi sem ætlaði að senda björgunarbát til að sækja bátinn, en þá rak hann í straum, sem bar hann að landi á ný, þar sem útgerðarmennirnir fögnuðu honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×