Erlent

Danir og Svíar treysta börnum á Netinu

Danskir og sænskir foreldrar treysta börnum sínum betur á veraldarvefnum en foreldrar í öllum öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins, ef marka má rannsókn sem Berlingske Tidende vísar til í dag. Rannsóknin sýnir að einungis 31 prósent danskra og sænskra foreldra óttast að börn þeirra upplifi klámfengið efni á vefnum. Minnsta traustið bera franskir og portúgalskir foreldrar en um 90 prósent þeirra segjast ekki treysta börnum sínum á vefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×