Innlent

Á batavegi eftir vinnuslys í Krónunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð í Krónunni. Mynd/ Heiða.
Slysið varð í Krónunni. Mynd/ Heiða.
Konan sem slasaðist í vinnuslysi við kjötborð í Krónunni í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi R. Þórhallssyni, verslunarstjóra hjá Krónunni í Lindarhverfi.

Hann segir að konan, sem er á þrítugsaldri, hafi fest fjóra fingur í snitzelvél með þeim afleiðingum að þeir brotnuðu allir og einn þeirra þríbrotnaði. „Hún er núna komin heim, fór heim af spítalanum í gær," segir Ólafur. Hann segir að líðan konunnar sé góð í dag. Hún sé með fulla hreyfingu í öllum puttum og fulla tilfinningu í þeim. „Höndin er vafin inn í gifs og hún verður frá vinnu í einn til einn og hálfan mánuð," segir Ólafur.

Snitzel vélar eru notaðar til þess að laga kjöt og gera það meyrara þannig að úr verði snitzel.


Tengdar fréttir

Festi hendi í hakkavél

Sjúkralið og lögregla voru kölluð að Krónunni í Lindahverfi í Kópavogi um tuttugu mínútur í tíu í morgun þegar starfsmaður festi hendi í hakkavél. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni varð slysið í kjötborði í versluninni. Vinnueftirlitið rannsakar nú málið. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um líðan starfsmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×