Leigumarkaður í jafnvægi og húsaleiga fer hækkandi 7. september 2009 05:30 Hlíðarnar eru á meðal eftirsóttustu hverfa á leigumarkaðinum.Fréttablaðið/Pjetur „Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“ Hildur segir að viss örvænting hafi þá gripið um sig á meðal leigusala, þeir hafi verið mjög hræddir um að fá ekki leigjendur. „Fólk gat þá prúttað leiguna niður og mjög margir nýttu sér það.“ Hildur segir framboð á leiguhúsnæði enn mikið, sem dæmi hafi Leigulistinn nú hátt í 400 íbúðir á skrá. Markaðurinn sé hins vegar í meira jafnvægi. Hún segir mjög misjafnt hversu langan tíma það taki að leigja íbúð, góð íbúð miðsvæðis á sanngjörnu verði staldri yfirleitt stutt við. Kjartan Hallgeirsson hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem einnig hefur tekið að sér leigumiðlun undanfarið, segir mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði um þessar mundir. „Það liggur kannski í árstímanum að einhverju leyti, haustin eru tími vistaskipta,“ segir Kjartan. Hann tekur undir það með Hildi að leiguverð sé aðeins að rísa. „Það er aðeins meira kapphlaup um eignirnar en í vor og sumar.“ Kjartan segir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði af öllum gerðum, litlum sem stórum. En þó að margir velji þann kost að leigja um þessar mundir, segist Kjartan ekki hafa tekið eftir því að fjársterkir einstaklingar kaupi íbúðir í stórum stíl til að leigja út. Hann segir töluvert um að fjárfest sé í íbúðum, en þeir sem það geri séu fyrst og fremst að koma sparifé fyrir í fasteign ef svo má segja. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Foldar, tekur undir þetta. Hann hefur ekki orðið var við það að fólk kaupi íbúðir vegna þess að það langi til að gerast leigusalar, fólk sé að fjárfesta, fasteign sé einn af möguleikunum sem séu í boði. Þessar íbúðir endi oft í leigu, en kannski innan fjölskyldunnar. Viðar segir stöðuna enn vera þannig að þeir sem í venjulegu árferði væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir haldi að sér höndum og leigi frekar. „En ég get alveg sagt það eins og hverja aðra staðreynd að það kemur að því að það skilar sér á fasteignamarkaðinn, það gerist um leið og fólk finnur meira öryggi í efnahagslífinu.“ sigridur@frettabladid.is Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira
„Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“ Hildur segir að viss örvænting hafi þá gripið um sig á meðal leigusala, þeir hafi verið mjög hræddir um að fá ekki leigjendur. „Fólk gat þá prúttað leiguna niður og mjög margir nýttu sér það.“ Hildur segir framboð á leiguhúsnæði enn mikið, sem dæmi hafi Leigulistinn nú hátt í 400 íbúðir á skrá. Markaðurinn sé hins vegar í meira jafnvægi. Hún segir mjög misjafnt hversu langan tíma það taki að leigja íbúð, góð íbúð miðsvæðis á sanngjörnu verði staldri yfirleitt stutt við. Kjartan Hallgeirsson hjá fasteignasölunni Eignamiðlun, sem einnig hefur tekið að sér leigumiðlun undanfarið, segir mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði um þessar mundir. „Það liggur kannski í árstímanum að einhverju leyti, haustin eru tími vistaskipta,“ segir Kjartan. Hann tekur undir það með Hildi að leiguverð sé aðeins að rísa. „Það er aðeins meira kapphlaup um eignirnar en í vor og sumar.“ Kjartan segir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði af öllum gerðum, litlum sem stórum. En þó að margir velji þann kost að leigja um þessar mundir, segist Kjartan ekki hafa tekið eftir því að fjársterkir einstaklingar kaupi íbúðir í stórum stíl til að leigja út. Hann segir töluvert um að fjárfest sé í íbúðum, en þeir sem það geri séu fyrst og fremst að koma sparifé fyrir í fasteign ef svo má segja. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Foldar, tekur undir þetta. Hann hefur ekki orðið var við það að fólk kaupi íbúðir vegna þess að það langi til að gerast leigusalar, fólk sé að fjárfesta, fasteign sé einn af möguleikunum sem séu í boði. Þessar íbúðir endi oft í leigu, en kannski innan fjölskyldunnar. Viðar segir stöðuna enn vera þannig að þeir sem í venjulegu árferði væru að kaupa sínar fyrstu íbúðir haldi að sér höndum og leigi frekar. „En ég get alveg sagt það eins og hverja aðra staðreynd að það kemur að því að það skilar sér á fasteignamarkaðinn, það gerist um leið og fólk finnur meira öryggi í efnahagslífinu.“ sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira