Enski boltinn

Southgate: Ekki Alves að kenna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Afonso Alves kostaði Middlesbrough 12 milljónir punda og eru miklar kröfur gerðar til hans.
Afonso Alves kostaði Middlesbrough 12 milljónir punda og eru miklar kröfur gerðar til hans.

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, vill ekki kenna sóknarmanninum Afonso Alves um markaþurrð liðsins. Boro hefur gengið bölvanlega að skora eftir áramót.

„Það er á ábyrgð liðsins að búa til mörk. Við sigrum sem lið og töpum sem lið, einnig skorum við mörk sem lið," segir Southgate. „Við gerum okkur grein fyrir þessari erfiðu stöðu og við þurfum að vinna að því sem lið að komast út úr henni."

„Afonso hefur lagt sig allan fram síðustu vikur og skapað hættu. En við þurfum að skora fleiri mörk ef við ætlum ekki að falla, það er alveg ljóst," sagði Southgate en Middlesbrough er í 19. sæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×