Enski boltinn

Redknapp óviss um Defoe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að félagið hafi átt í viðræðum við Portsmouth um kaup á Jermain Defoe en án árangurs.

Félögin hafa ekki náð saman um kaupverð en Defoe hefur þegar farið fram á að hann verði seldur frá félaginu.

Auk Tottenham hefur hann verið orðaður við Manchester City og Aston Villa. Fyrir ári síðan var hann seldur frá Tottenham til Portsmouth.

„Ég held að stjórnarformaðurinn hafi gert Portsmouth tilboð og ef það dugar ekki verðum við að snúa okkur annað," sagði Redknapp í samtali við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×