Enski boltinn

Aron lagði upp sigurmarkið gegn Blackburn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aron Einar og félagar unnu magnaðan sigur á Blackburn í kvöld.
Aron Einar og félagar unnu magnaðan sigur á Blackburn í kvöld.

Tveir endurteknir leikir voru í ensku FA-bikarkeppninni í kvöld. Aron Einar Gunnarsson átti stórleik í liði Coventry og lagði upp sigurmarkið gegn úrvalsdeildarliði Blackburn.

Coventry vann leikinn 1-0 en Best skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf Arons. Coventry mun fá heimaleik gegn Chelsea í næstu umferð.

Þá vann Fulham 2-1 sigur á Swansea og mætir Manchester United á heimavelli í næstu umferð. Clint Dempsey og Bobby Zamora skoruðu fyrir Fulham eftir að Swansea komst yfir í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×