Enski boltinn

Leikmenn Newcastle berjast fyrir Kinnear

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joe Kinnear virðist hafa unnið hug og hjörtu leikmanna sinna.
Joe Kinnear virðist hafa unnið hug og hjörtu leikmanna sinna. Nordic Photos/Getty Images

Obafemi Martins, leikmaður Newcastle, segir að veikindi knattspyrnustjórans, Joe Kinnear, hafi þjappað hópnum saman og þeir muni berjast fyrir stjórann sinn.

„Strákarnir eru stanslaust að tala um Joe og geta ekki beðið eftir að hann komi aftur," sagði Martins en Kinnear fór í hjartaþræðingu á dögunum og snýr ekki til baka fyrr en í apríl.

„Við ætlum að fara út á völlinn og berjast til að ná góðum úrslitum sem hressa hann vonandi við. Joe er góður maður sem þykir vænt um félagið. Hann á skilið að við leggjum okkur allir fram fyrir hann," sagði Martins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×