Innlent

Eftirlýst kona handtekin með þýfi

Mynd/Stefán
Töluvert af þýfi fannst við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur fyrir hádegi í gær. Um er að ræða hluti sem var stolið í nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Karl og kona voru innandyra þegar lögreglan kom á vettvang en konan reyndist ennfremur vera eftirlýst. Maðurinn var með fíkniefni í fórum sínum og voru þau haldlögð. Fleiri voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×