Ómanneskjulegt álag á lögreglumenn 22. janúar 2009 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar starfsfélaga sinna frá lögregluliðum á nágrannasvæðunum. Þá hefur sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig staðið vaktina. Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störfum,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og undanfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórnandinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæður séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versnandi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélaginu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar.- jss Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störfum,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og undanfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórnandinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæður séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versnandi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélaginu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar.- jss
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði