Íslenski boltinn

Lúkas: Mættum ekki tilbúnir

Ellert Scheving skrifar
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur.
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Vilhelm
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, var vonsvikinn eftir leikinn við ÍBV í kvöld en hans menn áttu arfaslakan leik. "Við mættum ekki tilbúnir í leikinn í kvöld, við vorum ekki tilbúnir til að berjast eins og Eyjamenn."

Vörn Grindavíkur var á hælunum allann leikinn og þræddu sóknarmenn Eyjamanna sig oft á tíðum auðveldlega í gegnum hana.

"Besta dæmið um þennan varnarleik er það varnarmenn okkar lágu í grasinu en ekki sóknarmenn ÍBV. Við gáfum þeim líka allt of miinn tíma til að athafna sig með boltann."

Lúkas Kostic tók óvænt við Grindavíkur liðinu fyrir skömmu síðan hvernig líst honum á klúbbinn.

"Grindavík er mjög sterkur klúbbur, þar er topp aðstaða og mikið af góðu fólki en til þess að gera heimavöll okkar að svipuðu vígi og Hásteinsvöllur þurfa menn að koma inn á völlinn með baráttu í huga. Það vantaði bara í dag."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×