Enski boltinn

Allardyce gefst upp á Eiði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn.
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur gefist upp á tilraunum sínum að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins frá Barcelona.

Greint var frá áhuga Blackburn í vikunni en Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára, sagði engar líkur á því að hann færi frá Barcelona nú í janúar.

„Það hefði verið frábært að fá Eið til að spila með Blackburn. En þótt hann sé ekki fastamaður í liði Barcelona eins og er þá er það ljóst að hann nýtur þess að búa í Barcelona og spila þar. Það yrði því mjög erfitt að fá hann hingað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×