Íslenski boltinn

Marinko Skaricic í Fjölni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

Fjölnir hefur bætt við sig leikmanni en það er króatíski varnarmaðurinn Marinko Skaricic sem lék með Grindavík í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

Skaricic er 29 ára og lék oftast sem miðvörður hjá Grindavík. Hann verður ekki með Fjölni gegn Val í kvöld en ætti að geta spilað með gegn sínum gömlu félögum í Grindavík á mánudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×