Enski boltinn

Kroenke eignast stærri hlut í Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stan Kroenke.
Stan Kroenke.

Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke er búinn að kaupa 427 hluti til viðbótar í Arsenal og á nú 29,6 prósenta hlut í enska knattspyrnufélaginu.

Kroenke er stærsti einstaki eigandi félagsins. Eignist Kroenke 29,9 prósent í félaginu þarf hann samkvæmt lögum að gera yfirtökutilboð í allt félagið.

Bandaríkjamaðurinn hefur hingað til verið þögull um fyrirætlanir sínar með Arsenal. Það veit því enginn hvort hann ætli sér fullvöld í félaginu eður ei. Kaupin núna gefa þó í skyn að hann ætli sér að taka yfir félagið.

Stjórnarformaður Arsenal, Peter Hill-Wood, hefur sagt að hann hefði ekkert á móti því að Kroenke gerði yfirtökutilboð í félagið. Hann á þó ekki von á neinu slíku á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×