Íslenski boltinn

Valur staðfestir brottför Willums

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. Mynd/vilhelm

Valsmenn voru fljótir að bregðast við frétt Vísis áðan um að Willum Þór Þórsson væri hættur sem þjálfari liðsins og staðfestu fréttina á heimasíðu sinni rétt áðan.

Þar stendur:

Knattspyrnufélagið Valur og þjálfari meistaraflokks, Willum Þór Þórsson, hafa komist að samkomulagi um að ljúka farsælu samstarfi.

Knattspyrnufélagið Valur óskar Willum velfarnaðar í framtíðinni og þakkar honum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.




Tengdar fréttir

Willum Þór hættur hjá Val

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis hefur Willum Þór Þórsson látið af störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×