Enski boltinn

Riise segist ekki vera á leið aftur til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Riise hér í leik með Liverpool.
Riise hér í leik með Liverpool.

Einhverjir fréttamiðlar hafa verið að slúðra um að Norðmaðurinn John Arne Riise væri á leið til Liverpool á nýjan leik en hann segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum.

„Ég hef aldrei sagt að ég vilji fara aftur til Liverpool og allt sem átti að vera haft eftir mér er lygi," sagði Riise en hann leikur með AS Roma í dag.

„Mér líður vel í Róm og vil vera hérna áfram."

Riise fór frá Liverpool til Roma árið 2008 eftir að hafa verið í herbúðum Rauða hersins í sjö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×