Erlent

Nær milljón Bretar í hlutastörfum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Næstum því ein milljón Breta neyðist til þess að stunda hlutastörf þar sem vinnuveitendur hafa skorið starfshlutfall þeirra niður í kreppunni. Þetta er rúmlega þriðjungsfjölgun í hópi þeirra sem svo er komið fyrir á rúmu ári. Þarna munar miklu um stórfelldar sparnaðaraðgerðir fárra en stórra vinnuveitenda á borð við British Airways, KPMG, Honda og Ford. Oft er útfærsla hlutastarfanna þannig, að starfsfólkið vinnur fjóra af fimm virkum dögum. Atvinnulausir Bretar eru nú tæpar 2,4 milljónir en hagfræðingar spá því að þeir verði fleiri en þrjár milljónir áður en landið fer að rísa á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×