Íslenski boltinn

Marel: Hugsanlega mitt síðasta tímabil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marel Jóhann segist kveðja Blika með söknuði.
Marel Jóhann segist kveðja Blika með söknuði. Mynd/Valur

„Valur er mjög spennandi kostur af ýmsum ástæðum. Sterkt lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni og ég hef fulla trú á að liðið verði þar. Svo skemmir ekki fyrir að umgjörðin er góð í kringum liðið. Góðir sjúkraþjálfarar og annað sem hjálpar mér," sagði Marel Jóhann Baldvinsson, nýjasti liðsmaður Valsmanna.

Marel vildi ekkert tjá sig um ástæður þess að hann hafi ákveðið að yfirgefa Blika en heimildir Vísis herma að Blikar hafi ekki getað staðið við launagreiðslur til leikmannsins.

„Ég á eftir að kveðja marga í félaginu með söknuði. Ég er ekki að skilja í neinum leiðindum við félagið," sagði Marel sem skrifaði undir samning út þessa leiktíð.

„Þetta er stuttur samningur. Það getur vel verið að þetta verði mitt síðasta tímabil. Ég mun klára það og sjá svo til með framhaldið," sagði Valsarinn Marel Jóhann Baldvinsson.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×